Blog Layout

SIGUR
SIGUR
Agnar Már Másson • okt. 05, 2021

MR/ví dagurinn var haldinn þann 1. október seinastliðinn en þar kepptust nemendur Menntaskólans í Reykjavík gegn gungum verslunarskóla Íslands í ýmsum greinum. Keppt var í reipitogi, kappáti, skæri-blað-stein, skyrglímu, skotahlaupi og svo um kvöldið var stærsta keppnin haldin - ræðukeppnin.

Þegar bjallan hringdi kl. 15:05 héldu Menntskælingar saman af stað marserandi í Hljómskálagarðinn. Framtíðarstjórn leiddi hjörðina ásamt fánaberum og almennu stemningsfólki sem söng hástöfum alla leiðina þangað. Í Hljómskálagarðinum beið þeirra hópur barna úr leikskólanum við Listabraut og skiptust hóparnir á ýmsum hrópum þar til keppnin hófst.

Kringlskælingar höfðu nú þegar yfirhöndina, þar sem þeir höfðu unnið fótboltaleikinn sem fór fram kvöldinu áður (5-1) og í kjölfar reipitogsins, sem MR-ingar töpuðu, leist Skólafólki ekki vel á blikuna.

Næst var keppt í skæri-blað-stein og sendi MR Sigurð Ara Snæbjörnsson, sinn öflugasta skæri-blað-steinskappa, til leiks. MR vann keppnina 3-0. 

Síðan kom að kappátinu. MR-ingar sendu til leiks busann Samúel Tý Sigþórsson McClure sem stóð sig af hinni mestu prýði. Samt sem áður sigraði keppandi peningaskólans, svangur ólátabelgur að nafninu Páll, kappátið.

Þá var komið að næstseinustu keppnisgreininni, forsetaskyrglímu. Þar stigu forsetar tveggja nemendafélaga ofan í uppblásna sundlaug fyllta skyri og tókust á í geigvænlegri glímu, Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, og kári freyr kristinsson, forseti mememdamélags virgin-skóla Íslands. Glíman fór svo að Kári lá á bakinu megni tímans sem glíman stóð yfir og Agnar vægast sagt slátraði Kára. 

Þá var kominn tími á seinustu keppnisgreinina, Skotahlaupinu en Skotahlaupið er boðhlaup með alkóhólísku ívafi og er hlaupið ákveðin endurholdgun á Mexíkanahlaupinu, sem var ein helsta keppnisgrein MR/ví-dagsins að forðum. Þeir sem kepptu fyrir hönd MR voru Tómas Stefánsson, Ingi Hrafn Guðbrandsson, Silja Björk Ægisdóttir og Hannes Ísberg Gunnarsson. Pjeningaskólinn tók því sigurinn en hann Hannes var án efa keppandi dagsins. 

Klukkan var orðin margt. Tími var kominn til þess að hlaupa heim, skola af sér skyrið og gera sig fín fyrir ræðukeppnina.

Ræðukeppnin

Fólk var nú komið í Bláa Sal. Áætlað var að ræðukeppnin myndi hefjast kl.19:00 en eftir langa bið tilkynnti Sólrún Dögg Jósefsdóttir fundarstjóri og inspector scholae að væri töf vegna þess að enn væri ekki búið að semja um einn dómara. Þetta gaf MR-ingum og heybrókunum nægan tíma til þess að hæðast á hvor öðrum og fundarstjóri fékk lýðinn meira að segja til þess að taka þátt í svokallaðri uppistandskeppni og nýttu aumingjarnir sér það vel til þess að skjóta á Agnar forseta fyrir að vera verzló reject (skotin átti hann nú öll sannarlega skilið).


Lýðurinn trylltist þegar ræðulið MR mætti dansandi upp á sviðið með lagið Father Stretch My Hands Pt.1 í undirspilun. Liðið settist niður og það sást langar leiðir að liðið var tilbúið til rökfærslu. Einnig fór lið virgin-skólans upp á svið.


Umræðuefnið var Maðurinn er graðasta dýrið.

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Auður Halla, liðsstjóri, gekk upp í pontu og mælti;


„Brundarstjóri, hórmarar, hlandmælendur og graðir gestir,“


Þuldi hún síðan hluta úr laginu WAP og kynnti loksins liðið; frummælandi var Thea Snæfríður, meðmælandi var Ísar Máni og stuðningsmaður var Rafn Ágúst.


Thea Snæfríður var fyrst og lagði línurnar svo vel að það hefði mátt halda að hún vissi nákvæmlega það sem andmælendurnir ætluðu sér að segja. Því þegar Bjarni, frummælandi andmælenda,  mætti upp í pontu minntist hann einungis á þá hluti sem Thea hafði nú þegar minnst á. Ísar Máni sýndi hið kynþokkafyllsta dansatriði rétt áður en hann hóf ræðuna sína og honum fylgdi Dagur, meðmælandi andmælenda, sem kom með nokkur svör.  Seinastur MR-inga í seinni umferð var Rafn Ágúst og flutti hann sín ræðu af prýði og MR-ingar fögnuðu af kappi


Fagnaðarlætin entust þó ekki lengi, þar sem Urður Vala, stuðningsmaður andmælenda, steig upp í pontu og flutti bestu ræðu sem salurinn hafði heyrt í fyrri hálfleik, án nokkurs hiks. MR-ingum leist alls ekki á blikuna en nú var komið hlé.


Þegar seinni umferðin hófst voru flestir Menntskælingar örlítið stressaðir í salnum. Þegar lið MR gekk aftur upp á svið voru þau öll algjörlega kjörnuð og búin til blóðbaðs. Thea mætti aftur fyrst og svaraði því sem andstæðingarnir höfðu sagt í fyrri umferðinni og setti upp sviðið fyrir seinni umferðina. Ísar Máni kom svo upp í pontu þegar frummælandi andmælenda hafði klárað sína ræðu og talaði um viðbjóð og veikindi mannsins og í kjölfar meðmælendana mætti Rafn Ágúst upp í pontu og mælti þau orð sem höfundur mun seint gleyma.


„Fundarstjóri, þetta skýtur bara svo skökku við. Þetta meikar bara svo lítinn sens. Ég veit að það er klisja í morfískeppnum að runka manninum, pun intended en…“


Þegar Rafn lauk við ræðuna sína var lýðurinn agndofa. Það var þá sem MR-ingar voru svo handvissir að þeir höfðu unnið en næst upp í pontu var Urður. Fyrri ræðan hennar Urðar hafði verið afaröflug og í salnum var dauðaþögn rétt áður en Urður hóf ræðuna sína. Salurinn allur spurði sig: getur hún svarað þessu?

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Urður lauk við ræðuna sína, verslingar fögnuðu og þá var kominn tími á dómarahlé. Í hléinu voru MR/ví-tónlistarmyndböndin sýnd og hafði myndbandsnefndin Lúdó gert afarskemmtilegt lag, hvað þá í samanburði við óhljóðin sem var lag verslunarskólans.

Hléð var nú liðið að lokum og nú myndu úrslitin vera tilkynnt. Oddadómari gekk upp á svið og nýtti sér athyglina til þess að vera með TED-ræðu í örskamma stund. En svo tilkynnti hann að ræðumaður kvöldsins hafi verið Urður Vala. Svitapollurinn hægra megin í salnum öskraði úr spenningi, nú hlytu þau að vinna. Síðan tilkynnti hann stigamuninn. 47 stig voru milli liðanna.


„og sigurvegarinn á MR/ví-deginum 2021…


er MR


MR-ingar misstu sig. Hlupu upp á svið og öskruðu í hljóðnemann, fóru í sleik við ræðuliðið, hæddust á pengskælinunum og fögnuðu af þrótti. Þetta hafði ekki gerst í sex ár.


MR-ingar knésetja verslinga í Bláa Sal, á heimavelli þeirra. Þetta markar nýja framtíð fyrir Gamla skólann. 


MR vann!


Eftir Agnar Már Másson 01 Feb, 2022
Safnanir
Eftir Agnar Már Másson 18 Jan, 2022
Heil og sæl og gleðilega hinseginviku. Í augnablikinu á félagslífið undir þungt högg að sækja en samt sem áður hefur Catamitus, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist að skipuleggja hina dýrindisviku. Félagið Catamitus skipa Sædís Ósk Einarsdóttir (formaður), Gísli Garðar, Gabriella Sif Bjarnadóttir, Embla Waage, Viktoria Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ósk Sævarsdóttir.  Dagskrána og fleiri upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Hér fyrir neðan er umfjöllun um hinsegin rými í MR á 19. öld, skrifuð í tilefni hinseginvikunnar!
Nemendur tollera Neil Perry, Dead Poets Society
Eftir Frúardagur 05 Nov, 2021
Í ár mun leikfélagið Frúardagur setja upp sýninguna Dead Poets Society sem er byggð á kvikmynd að sama nafni. Sagan gerist árið 1959 og fjallar um nokkra nemendur í erfiðasta undirbúningsskóla á landinu — Welton-skólanum. Framtíð nemendanna hefur hefur öll ákveðin af foreldrum þeirra og fá þeir fátt að segja um hvert líf þeirra stefnir. Einn dag fá þau nýjan móðurmálskennara sem virðist vera algjör furðufugl en af honum læra þau að elta drauma sína og njóta lífsins til hins fyllsta.
Eftir Framtíðarstjórn 12 Sep, 2021
Framtíðin, stofnuð 1883, er eitt tveggja nemendafélaga MR og elsta nemendafélag MR. Í þessari viku (13. - 17. sept) gefst þér kostur á að gerast meðlimur í félaginu og 138 ára löngu sögu þess.
Fleiri færslur
Share by:
Framtíðin - Málfunda- og nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík