Blog Layout

DEAD POETS SOCIETY
DEAD POETS SOCIETY
Frúardagur • nóv. 05, 2021

Í ár mun leikfélagið Frúardagur setja upp sýninguna Dead Poets Society sem er byggð á kvikmynd að sama nafni. Sagan gerist árið 1959 og fjallar um nokkra nemendur í erfiðasta undirbúningsskóla á landinu — Welton-skólanum. Framtíð nemendanna hefur öll verið ákveðin af foreldrum þeirra og fá þeir fátt að segja um hvert líf þeirra stefnir. Einn dag fá þau nýjan móðurmálskennara sem virðist vera algjör furðufugl en af honum læra þau að elta drauma sína og njóta lífsins til hins fyllsta.

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button


Þessi skoplegi harmleikur um vinabönd, þroska, og lífsgleði verður settur upp í
Silfurbergi Hörpu undir leikstjórn Bjarka Björnssonar og Jóns Ólafs Hannessonar og er þetta er ómissandi sýning sem er stranglega bannað að láta framhjá sér fara.


Þetta er fyrsta skiptið sem sýning hefur verið sett upp á vegum MR-inga tæp tvö ár.


Um Frúardag

Leikfélagið frúardagur var stofnað árið 2010 þegar tveir nemendur, Arnór Gunnar Gunnarsson og Birnir Jón Sigurðsson, komust ekki inn í leikhóp Herranætur. Þeir ákváðu þess vegna að stofna sitt eigið leikfélag undir Framtíðinni. Félagið sá ekki um neina stóruppsetningu það ár og þegar stofnmeðlimirnir útskrifuðust lagðist starfsemi félagsins í dvala. Það var ekki fyrr en árið 2014 sem félagið hóf starfsemi sína á ný og settu þá upp sýninguna Leg, eftir Hugleik Dagsson, undir leikstjórn stofnmeðlimanna, Arnórs Gunnars og Birnis Jóns.

    Síðan þá hefur Frúardagur haldið starfsemi sinni gangandi og sett upp leikrit árlega, fyrir utan árið 2020 þegar Kórónuveiran gekk berserksgang um landið. 

Dead Poets Society í Hörpunni


Verð:

Meðlimir Framtíðarinnar:  2 990 kr*

Sæti á væng:                    3 990 kr

Sæti fyrir miðju:                4 990 kr

Frumsýning, 16.nóvember

Sæti á væng:                    4 990 kr

Sæti fyrir miðju:                5 990 kr


*Verð fyrir Framtíðarmeðlimi gildir líka á frumsýningu

Miðasala verður á tix.is


Sýningardagar:

16. nóvember (frumsýning)

21. nóvember

22. nóvember

23. nóvember


Leikstjórar

Bjarki Björnsson og Jón Ólafur Hannesson Hafstein


Aðstoðarleikstjórar

Harpa Dís Hákonardóttir og Markús Loki Gunnarsson


Höfundar

Leikstjórar, aðstoðarleikstjórar og leikhópur


Leikhópur

Agnar Már Másson

Andrea Birna Guðmundsdóttir

Bryndís Magnúsdóttir

Guðbjörg Gísladóttir

Helena Guðrún Þórsdóttir

Ísar Máni Birkisson

Markús Loki Gunnarsson

Ólafur Jökull Hallgrímsson

Ólöf Aníta Hjaltalín

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Rafn Ágúst Ragnarsson

Thea Snæfríður Kristjánsdóttir

Vigdís Edda Halldórsd. Zoega

Þorkell Auðunsson

Eftir Agnar Már Másson 01 Feb, 2022
Safnanir
Eftir Agnar Már Másson 18 Jan, 2022
Heil og sæl og gleðilega hinseginviku. Í augnablikinu á félagslífið undir þungt högg að sækja en samt sem áður hefur Catamitus, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist að skipuleggja hina dýrindisviku. Félagið Catamitus skipa Sædís Ósk Einarsdóttir (formaður), Gísli Garðar, Gabriella Sif Bjarnadóttir, Embla Waage, Viktoria Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ósk Sævarsdóttir.  Dagskrána og fleiri upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Hér fyrir neðan er umfjöllun um hinsegin rými í MR á 19. öld, skrifuð í tilefni hinseginvikunnar!
Eftir Agnar Már Másson 05 Oct, 2021
MR/ví dagurinn var haldinn þann 1. október seinastliðinn en þar kepptust nemendur Menntaskólans í Reykjavík gegn gungum verslunarskóla Íslands í ýmsum greinum. Keppt var í reipitogi, kappáti, skæri blað stein, skyrglímu, svokölluðu skotahlaupi og um kvöldið var stærsta keppnin haldin - ræðukeppnin.
Eftir Framtíðarstjórn 12 Sep, 2021
Framtíðin, stofnuð 1883, er eitt tveggja nemendafélaga MR og elsta nemendafélag MR. Í þessari viku (13. - 17. sept) gefst þér kostur á að gerast meðlimur í félaginu og 138 ára löngu sögu þess.
Fleiri færslur
Share by:
Framtíðin - Málfunda- og nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík