Blog Layout

Gleðilega Hinseginviku!
Gleðilega Hinseginviku!
Agnar Már Másson • jan. 18, 2022

Heil og sæl og gleðilega hinseginviku.


Í augnablikinu á félagslífið undir þungt högg að sækja en samt sem áður hefur Catamitus, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist að skipuleggja hina dýrindisviku. Félagið Catamitus skipa Sædís Ósk Einarsdóttir (formaður), Gísli Garðar, Gabriella Sif Bjarnadóttir, Embla Waage, Viktoria Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ósk Sævarsdóttir.


Dagskrána og fleiri upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

 

Hér fyrir neðan er umfjöllun um hinsegin rými í MR á 19. öld, skrifuð í tilefni hinseginvikunnar!

Hinsegin rými Lærða skólans á 19. öld.

Hinseginreynslur frá Davíð Ólafssyni, sem nam við Lærða skólann 1874-1882

Þessi grein er byggð á fyrirlestrum og greinum Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors. Þessi grein er aðeins brota af því sem Þorsteinn Vilhjálmsson hefur skrifað um efnið og mælir höfundur eindregið með því að nemendur skoði meira sem prófessorinn hefur skrifað um tiltekið viðfang.


Ekki þarf að leita víða til þess að finna hinsegin menningu í Menntaskólanum í Reykjavík en sumir hafa samt sem áður ákveðið að gera það. Prófessor Þorsteinn Vilhjálmsson hefur nú rannsakað dagbækur Ólafs Davíðssonar, náttúrufræðings, sem höfðu fyrr verið ritskoðaðar. Meðal þess sem var ritskoðað var bæjarslúður, greddupælingar og ástarsamband Ólafs við Geir Sæmundsson skólafélaga sinn. Hér verður sagt frá ástarsambandi þeirra og annarra pilta á meðan skólagöngu þeirra á stóð.


Ólafur og Geir kynntust í Lærða skólanum, þar sem hann nam milli 1874-1882 og var samband þeirra stutt. Á þeim tíma sem piltarnir sóttu til náms í Lærða skólann var skólinn heimavistarskóli og deildu piltarnir rými með öðrum unglingspiltum. Þessi heimavist hefur eflaust mótað piltana og kynhneigð þeirra og ekki gátu allir bælt kyhvatirnar.


Heimavist Lærða skólans var ákveðin undantekning frá öðrum rýmum Reykjavíkur á 19.öld. Þarna voru fjölmargir piltar samansafnaðir í þröngu rými og bjuggu þeir í mikilli nálægð. Einnig lásu piltarnir um klassískir Grikkja og Rómverja sem lofuðu gjarnan ástir milli karla.


Ólafur talar um Geir sem “unnustu sína” og skiptist á að nota karlkyns og kvenkyns fornöfn þegar hann talar um hann. Ekki er hreint og beint útskýrt hvers vegna hann gerir þetta en líklegast var þetta nokkurs konar aðferð til þess að skilja ástina. Gott er að hafa í huga að ást milli tveggja karla af slíku tagi var algjörlega óhugsandi fyrir marga á þessum tíma og utan rýmis heimavistarinnar (og líklegast á nokkra vegu innan heimavistarinnar) var harkalega litið niður á slíka ást.


„ Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann er líka laglegasti piltur og virðist vera vel viti borinn. Hann er unnusta mín. Ég kyssi hann og læt daft að honum, létt eins og hann væri ungmey.


Ekkert er skrifað um neinar kynferðislegar samfarir drengjanna. Ólafur segist vera óspenntur fyrir samförum en hann talar einungis um samfarir í samhengi milli karla og kvenna. Hann skrifar um að hann vilji faðma Geir og kyssa en fátt annað vilja með honum gera. Tíðkaðist þó að drengir lágu uppi í rúmi með hvor öðrum og lærðu og töluðu. Þessi nánd var þó einungis innan markaðs hóps drengja og var einkamál piltanna. Ólafur talar gjarnan um að hann hafi gist heima hjá Geir og Geir hjá honum. Eina nótt á Geir að hafa gist hjá öðrum dreng en Ólafi og tjáir Ólafur afbrýðisemi sína í dagbók sinni.


Slík hinsegin rými í heimavistarskólum áttu sér einnig stað erlendis og með nútímavæðingunni hóf starfsfólk skólanna, bæði erlendis og hérlendis, að toga í taumana á piltunum. Á Íslandi, þegar heimavistin varð færð upp á efstu hæð í Lærða skólanum var einn heimasveinn gerður að inspector cubiculi (ísl. skoðandi rúmsins) og sá hann um að fylgjast með samnemendum sínum og halda uppi röð og reglu innan svefnrýmis skólapiltanna. Einnig átti sjálfur rektor íbúð við hliðina á svefnloftinu og tengdi hleri íbúð rektors við svefnloftið.


Eins og sést er hinsegin menning ekkert nýtt fyrirbæri innan veggja Lærða skólans. Því óskar Framtíðin ykkur gleðilegrar hinseginviku og hvetur ykkur til þess að fara út fyrir kynjarammann hvort sem það sé bara þessa vikuna, næstu eða bara hvenær sem er.


Eftir Agnar Már Másson 01 Feb, 2022
Safnanir
Nemendur tollera Neil Perry, Dead Poets Society
Eftir Frúardagur 05 Nov, 2021
Í ár mun leikfélagið Frúardagur setja upp sýninguna Dead Poets Society sem er byggð á kvikmynd að sama nafni. Sagan gerist árið 1959 og fjallar um nokkra nemendur í erfiðasta undirbúningsskóla á landinu — Welton-skólanum. Framtíð nemendanna hefur hefur öll ákveðin af foreldrum þeirra og fá þeir fátt að segja um hvert líf þeirra stefnir. Einn dag fá þau nýjan móðurmálskennara sem virðist vera algjör furðufugl en af honum læra þau að elta drauma sína og njóta lífsins til hins fyllsta.
Eftir Agnar Már Másson 05 Oct, 2021
MR/ví dagurinn var haldinn þann 1. október seinastliðinn en þar kepptust nemendur Menntaskólans í Reykjavík gegn gungum verslunarskóla Íslands í ýmsum greinum. Keppt var í reipitogi, kappáti, skæri blað stein, skyrglímu, svokölluðu skotahlaupi og um kvöldið var stærsta keppnin haldin - ræðukeppnin.
Eftir Framtíðarstjórn 12 Sep, 2021
Framtíðin, stofnuð 1883, er eitt tveggja nemendafélaga MR og elsta nemendafélag MR. Í þessari viku (13. - 17. sept) gefst þér kostur á að gerast meðlimur í félaginu og 138 ára löngu sögu þess.
Fleiri færslur
Share by:
Framtíðin - Málfunda- og nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík