Framtíðin var stofnuð 15. febrúar 1883 í bænastofu Lærða skólans (austur partur Hátíðrasals í Gamla skóla). Framtíðin tók við af tveim öðrum félögum, Bandmannafélaginu og Ingólf, sem stóðu í stöðugum illdeilum vegna eignarhalds harmonikku sem var notuð í dansæfingum. Valtýr Guðmundsson, alþingismaður og sá sem Valtýskan er kennd við, var fyrsti forseti félagsins. Í fyrstu gerð af lögum Framtíðarinnar er lýst yfir að markmið félagsins væri að: „efla félagsskap og samheldni meðal félagsmanna, að æfa þá í ritsmíði, rökfimi og ræðuhaldi og að efla skemmtan og fróðleik.” stenst þetta markmið enn í dag.
Elsta skólablað Íslands er Skinfaxi. Ritsmíð var algeng í Framtíðinni frá byrjun en 1898 var stofnað allsherja blað fyrir Framtíðarmeðlimi, Skinfaxi. Árið 1906 byrjaði Ungmennafélag Reykjavíkur að gefa út blað undir sama titli Framtíðarmeðlimum til mikilla gremju. Voru rök Ungmennafélagsmanna að þar sem Skinfaxi Framtíðarinnar var ekki gefin út á prenti gætu þeir nýtt sér réttinn á nafninu og sögðust tafaraust víkja ef Framtíðin færi að gefa Skinfaxa út í prenti. Fór framtíðin að gefa út prentaðan Skinfaxa fljótlega eftir á og hefru gert það alveg síðan en UMFÍ hefur ekki enn slúttað Skinfaxa sínum. Á seinustu árum hefur Skinfaxi verið sameinaður við skólablað Skólafélaginsins, Skólablaðið undir sameiginlegum titili Skólablaðið Skinfaxi.
1948 fengu stúlkur Framtíðarinnar nóg af rembingi og skæting karlkyns félagsmanna og stofnuði sitt eigið málfundafélag, Málfundafélag Menntaskólastúlkna. Dó félagið hins vegar fljótt því að þær buðu sig næsta ár til Framtíðarstjórnar og unnu. Er þetta í fyrsta skipti og eina skipti að Framtíðarstjórn hefur bara verið sitin af kvenfólki. Ingibjörg Pálsdóttir var forseti Framtíðarinnar en einnig sátu í stjórn Ragnhildur helgadóttir (síðar Alþingiskona) og Vigdís Finnbogadóttir (síðar Forseti lýðveldisins). Eftir þessa stjórn varð þátttaka stúlkna fyrirferðameiri á málfundum.
Framtíðarmerkið var upprunalega teiknað af Gylfa Baldursyni 1956. Merkið hefur þróast síðan þá en grunnhugmyndin eins maður stendur með eina hönd upp í loft, með hamar fyrir framann sig og borði í kringum hann sem ritað er á „Framtíðin“. Núverandi Framtíðarmerki er nokkuð stílhreinna en hið upprunalega.
Árið 1929 gaf Jónas frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra og fyrrum MR-ingur, menntaskólanum nokkra árabáta til þeirra óskar að það yrði stofnað Róðrafélag. Róðrafélagið starfaði í nokkur ár en svo drapst. Í lok níunda áratugarins endurfæddist félagið undir nýjum hatt, hætt sem áróðurs- og skrílslætisfélag. Starfaði og gerir enn undir vendarvæng Framtíðarinnar.
Árið 1983 varð Framtíðin hundrað ára og vöru mikil fagnaðarlæti. Haldin var ræðukeppni milli fyrrum forseta þar sem meðal annars steig í pontu: Ólafur Ragnargrímsson, Alþingismaður og síðar Forseti Lýðveldisins) Höskuldur Jónsson (Ráðaneytisstjóri) og séra Bernharður Guðmundsson sem vann keppnina. Auk ræðukeppnar var stóri loftblöðru sleppt milli íþróttarhúsins og Íþöku.
Árið 2002 gaf Framtíðin undir stjórn þáverandi forseta félagsins, Jens Þórðasyni, út vilja yfirlýsing að kaupa Perluna. Vildi Framtíðin færa starfsemi sína þangað og nota hana sem skemmtistað.
Góðgerðarvika Framtíðarinnar var haldin fyrsta sinn árið 2005 og var safnað 320.000kr, það eru 812.749 kr í núvirði, sem rann til hjálparstarfa svæða hrjáð eftir flóðbylgjunnar við Súmötru. Góðgerðavikan af Góðgerðfélaginu hefur verið haldin árlega síðan og yfirleitt á síðara misseri.
Eitt nýjasta leiklistafélag landsins, Fraúardagur, var stofnaður árið 2010 af Arnór Gunnar Gunnarsson og Birnir Jón Sigurðsson þegar þeir komust hvorugir inn í leikhóp herranætur. Var leikfélagið upprunalega hugsað sem grín og háð og eftir að þeir félagar útskrifuðust lág félagið í dvala þar til 2014 þegar nokkrir nemendur tóku sig saman og sýndu stórleikin Leg eftir Hugleik Dagsson og eftir það hafa sýningar verið á pari við Herranótt. Nokkrar eftirminnilegar sýningar sem Frúardagur hefur sett upp eru: Mean Boys, High School Musical, Koppafeyti (Grease), Músagildran og Rocky Horror Show.