Rocky Horror Frúardags
Rocky Horror Frúardags
30. október 2024

Fyrsta sinn síðan 1991

Frúardagur er að sýna Rocky Horror Show eftir Richard O´Brien í þetta sinn og er það ekki sýning af verri kantinum. Sýning er geysi vinsæl um allan heim og mætti segjast frægasti söngleikurinn. Hann sló rækilega í gegn hér á landi þegar Leikfélag MH með Pál Óskar í farandbroddi sýndi hann árið 1991 sem er síðasta skiptið sem íslenskur framhaldsskóli hefur sett upp sýninguna, þar til nú! Sýningin fjallar um fremur íhaldsamt ný trúlofað par sem er á leið að hitta gamlan vin. En á leiðinni springur dekk og þau þurfa leita hjálpar í drungalegum kastala lengst út í rassgati þar sem þau lenda í furðu gröðum hlutum. Sýningin er rokk-óperu söngleikur og eru slagarnir fluttir af okkar eigin Húsbandi.

Söngleikurinn var saminn 1973 af Richard O´Brien í Bretlandi og var stílað sem tvist á hryllingsmyndum fjórða og byrjun sjöunda áratugsins svo sem Frankenstein og Dracula með ívafi af greddu og rokki - sannkölluð veisla. Sönleikurinn sló í gegn í London og var gerð mynd úr honum árið 1975. Myndin var sýnd í Bandaríkjunum og fékk fyrst slakar viðtökur en þróaði smám saman með sér svokallaðann „cult-following“ meðal hinseigin einstaklinga á sérstökum miðnætursýningum. Fóru þeir það að dressa sig upp sem hinir ýmsu karakterar úr myndinni og var sagt að andrúmsloftið inn í bíósalnum var frelsandi og gerði þeim kleypt að vera sínir sjálfir í íhaldsömu samfélagi Bandaríkjanna á áttunda áratugi seinustu aldar. (Skemmtileg staðreynd, Frúardagur bíður upp á eina slíka miðnætursýningu).


Sýningin er leikstýrð af Bertu Sigríðardóttir sem veitir einstaklega frískandi ímynd á þetta frekar einstaka verk. Dansar eru samdir af Birtu Guðmundsdóttir og eru eins fjölbreyttir og þeir eru magnaðir. Loks, rúsínan í pyslu endanum, er tónlistinni stýrt af Ívari Degi B. Sævarsyni og flytur Húsbandið kröftulega útgáfur af öllum þeim sígyldu slögurum í sýninguni.

Miðasalan er hafinn og er því ekkert eftir að gera minn kæri Framtíðarmeðlimur en að kaupa miða. Sýningin verður sýnd eins og vanalega í Gamla Bíó og gæti þetta verið einstaklega skemmtilegt bekkjakvöld. Fara að borða á veitingstað með bekknum og sýning eftir á klikkar ekki! En ef þið eruð heldur hinu rómatísku týpur þá hentar sýningin einstaklega vel sem fyrsta stefnumót ;) 


Miðasalan fer fram á þessari sömu vefsíðu og bíður Frúardagur Framtíðarmeðlimum á sýninguna á afslætti. Aðeins 4.200 kr. - gjöf en ekki gjald. Ekki missa af þessari sýningu því að miðarnir seljast og það hratt, fyrstur kemur fyrstur fær.

Innanfélags miðasala Utanfélags miðasala
Eftir Agnar Már Másson 1. febrúar 2022
Safnanir
Eftir Agnar Már Másson 18. janúar 2022
Heil og sæl og gleðilega hinseginviku. Í augnablikinu á félagslífið undir þungt högg að sækja en samt sem áður hefur Catamitus, hinseginfélag Menntaskólans í Reykjavík, tekist að skipuleggja hina dýrindisviku. Félagið Catamitus skipa Sædís Ósk Einarsdóttir (formaður), Gísli Garðar, Gabriella Sif Bjarnadóttir, Embla Waage, Viktoria Lilja Magnúsdóttir og Hildur Ósk Sævarsdóttir.  Dagskrána og fleiri upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Hér fyrir neðan er umfjöllun um hinsegin rými í MR á 19. öld, skrifuð í tilefni hinseginvikunnar!
Nemendur tollera Neil Perry, Dead Poets Society
Eftir Frúardagur 5. nóvember 2021
Í ár mun leikfélagið Frúardagur setja upp sýninguna Dead Poets Society sem er byggð á kvikmynd að sama nafni. Sagan gerist árið 1959 og fjallar um nokkra nemendur í erfiðasta undirbúningsskóla á landinu — Welton-skólanum. Framtíð nemendanna hefur hefur öll ákveðin af foreldrum þeirra og fá þeir fátt að segja um hvert líf þeirra stefnir. Einn dag fá þau nýjan móðurmálskennara sem virðist vera algjör furðufugl en af honum læra þau að elta drauma sína og njóta lífsins til hins fyllsta.
Eftir Agnar Már Másson 5. október 2021
MR/ví dagurinn var haldinn þann 1. október seinastliðinn en þar kepptust nemendur Menntaskólans í Reykjavík gegn gungum verslunarskóla Íslands í ýmsum greinum. Keppt var í reipitogi, kappáti, skæri blað stein, skyrglímu, svokölluðu skotahlaupi og um kvöldið var stærsta keppnin haldin - ræðukeppnin.
Eftir Framtíðarstjórn 12. september 2021
Framtíðin, stofnuð 1883, er eitt tveggja nemendafélaga MR og elsta nemendafélag MR. Í þessari viku (13. - 17. sept) gefst þér kostur á að gerast meðlimur í félaginu og 138 ára löngu sögu þess.
Fleiri færslur