Fyrsta sinn síðan 1991
Frúardagur er að sýna Rocky Horror Show eftir Richard O´Brien í þetta sinn og er það ekki sýning af verri kantinum. Sýning er geysi vinsæl um allan heim og mætti segjast frægasti söngleikurinn. Hann sló rækilega í gegn hér á landi þegar Leikfélag MH með Pál Óskar í farandbroddi sýndi hann árið 1991 sem er síðasta skiptið sem íslenskur framhaldsskóli hefur sett upp sýninguna, þar til nú! Sýningin fjallar um fremur íhaldsamt ný trúlofað par sem er á leið að hitta gamlan vin. En á leiðinni springur dekk og þau þurfa leita hjálpar í drungalegum kastala lengst út í rassgati þar sem þau lenda í furðu gröðum hlutum. Sýningin er rokk-óperu söngleikur og eru slagarnir fluttir af okkar eigin Húsbandi.

Söngleikurinn var saminn 1973 af Richard O´Brien í Bretlandi og var stílað sem tvist á hryllingsmyndum fjórða og byrjun sjöunda áratugsins svo sem Frankenstein og Dracula með ívafi af greddu og rokki - sannkölluð veisla. Sönleikurinn sló í gegn í London og var gerð mynd úr honum árið 1975. Myndin var sýnd í Bandaríkjunum og fékk fyrst slakar viðtökur en þróaði smám saman með sér svokallaðann „cult-following“ meðal hinseigin einstaklinga á sérstökum miðnætursýningum. Fóru þeir það að dressa sig upp sem hinir ýmsu karakterar úr myndinni og var sagt að andrúmsloftið inn í bíósalnum var frelsandi og gerði þeim kleypt að vera sínir sjálfir í íhaldsömu samfélagi Bandaríkjanna á áttunda áratugi seinustu aldar. (Skemmtileg staðreynd, Frúardagur bíður upp á eina slíka miðnætursýningu).
Sýningin er leikstýrð af Bertu Sigríðardóttir sem veitir einstaklega frískandi ímynd á þetta frekar einstaka verk. Dansar eru samdir af Birtu Guðmundsdóttir og eru eins fjölbreyttir og þeir eru magnaðir. Loks, rúsínan í pyslu endanum, er tónlistinni stýrt af Ívari Degi B. Sævarsyni og flytur Húsbandið kröftulega útgáfur af öllum þeim sígyldu slögurum í sýninguni.
Miðasalan er hafinn og er því ekkert eftir að gera minn kæri Framtíðarmeðlimur en að kaupa miða. Sýningin verður sýnd eins og vanalega í Gamla Bíó og gæti þetta verið einstaklega skemmtilegt bekkjakvöld. Fara að borða á veitingstað með bekknum og sýning eftir á klikkar ekki! En ef þið eruð heldur hinu rómatísku týpur þá hentar sýningin einstaklega vel sem fyrsta stefnumót ;)
Miðasalan fer fram á þessari sömu vefsíðu og bíður Frúardagur Framtíðarmeðlimum á sýninguna á afslætti. Aðeins 4.200 kr. - gjöf en ekki gjald. Ekki missa af þessari sýningu því að miðarnir seljast og það hratt, fyrstur kemur fyrstur fær.

